Thursday, July 19, 2007

Madrid

Í gær voru tónleikar í Plaza de Toros Las Verntas, sem er víst aðal nautaatshringurinn í Madrid.
Svitamet var slegið í hljóðprufunni, en hitinn fór upp í 44 stig, og mátti maður prísa sig sælan að hafa sloppið við sólsting.
Þrátt fyrir mikið svitakóf var gríðarleg stemmning á tónleikunum, og fá Spánverjar fyrstu verðlaun sem líflegustu áhorfendurnir til þessa. Það var tekið undir í nær öllum lögunum og mátti sjá taktfastar hendur á lofti í stuðhitturunum.

Nautaatshringurinn séður frá mínu sjónarhorni


Chris og Mark að deyja úr hita


Særún er litla horndúllan


Ég kann líka að taka artí myndir


Stigið út úr hringnum


Sumir mættu fyrr á svæðið en aðrir


Ég, Sigrún, Bergrún og Harpa að slaka á rétt fyrir tónleika


Sigrún og Hulda voru í miklu stuði


Tónleikatimburmannadeginum í dag var varið við sundlaugarbakka á hóteli í Marseillle í Frakklandi. Voða næs.

Góðar stundir,
Valdís Þorkelsdóttir

1 comment:

Unknown said...

That is one awesome venue!
I hope I can see you girls perform again at later concert. And at a venue like that. :)