Á mánudaginn vorum við í Frakklandi á golf/spa-stað, þar sem við áttum að hvíla okkur og safna orku. Það var nú ekki mikið um að vera þar, en við fórum hins vegar í vínsmökkun á Chateau Margaux, sem er skv. föður Brynju túbu annar flottasti vínbúgarður á öllu Frakklandi. Það munar ekki um það.


Sumar gengu á lagið í vínsmökkuninni

Stelpurnar eru kúltúrveraðar

Í gær spiluðum við á tónleikum við Guggenheim safnið í Bilbao hér á Spáni.

Þessi stóð vörð fyrir utan safnið

Allt að gjörast í hljóðprufu

Spánverjarnir mættu frekar snemma á svæðið

Í morgun komum við til Madrid, en við erum með tónleika á morgun í Segovia sem er í næsta nágrenni. Meira um það síðar.
3 comments:
Og af hverju eruði ekki í Barcelona???
*hnusss*
Margrét Barcabúi
Tjah, maður spyr sig.
Damian is so sexy! HAHA
Post a Comment