Margt hefur á daga okkar drifið.
Roskilde var rosalegt drulluævintýri. Það er mér hulin ráðgáta hvernig fólk fór að því að dvelja þar yfir helgina. Þrátt fyrir vonskuveður var stemmningin góð, og var mikið stuð á liðinu eftir tónleikana.
Þessar voru voða penar í forinni
Við spiluðum í Orange tjaldinu
Þessir voru frekar góðir á því
Um helgina vorum við í Amsterdam, en við spiluðum á útitónleikum í Wester Park á sunnudaginn.
Slakað á í rauða hverfinu
Fjör í hljóðprufu
Eftirpartýið fór fram í 2 bátum og fólk var mikið að dansa uppá dekki, en þessi herramaður kaus að sötra bjór.
No comments:
Post a Comment