Monday, January 28, 2008

BigDayOut í Melbourne

Í gær lékum við á appelsínugula sviðinu á BigDayOut festivalinu hér í Melbourne eftir dágott tónleikafrí.

Bergrún með möffins-hattinn


Hita-svita smink


Við spiluðum með Arcade Fire í lokalagi þeirra: Rebellion Lies






Eftir hátíðina var haldið í magnað eftirpartý þar sem allt flæddi af ókeypis áfengi eða ákeypis ófengi eins og sumir vildu kalla það.

Ég notaði tækifærið og frumsýndi nýja Lilju Pálma-lúkkið


Björk, Scott og Bergrún voru í miklum stuðham

Friday, January 25, 2008

Hátíðarskap

Eins og fram hefur komið víða spiluðum við ekki á BigDayOut festivalinu í Sydney í gærkvöldi.
Við létum það þó ekki aftra okkur frá því að fara á hátíðina og reyndum því í eitt sinn að vera hinum megin við sviðið, þ.e.a.s. í mannþrönginni.
Það var stuð.

Okkur þykir ekki leiðinlegt að flatmaga á Bondi ströndinni




Hljómsveitin Battles voru ansi taktfastir


LCD Soundsystem voru töff


Eftirpartý


Á götum úti eru nú mikil hátíðarhöld, en Ástralir fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum.
Við ætlum í tilefni dagsins að klæða okkur upp og hlýða á Joanna Newsom í stóra fallega óperuhúsinu hér í Sydney.

Wednesday, January 23, 2008

Óperuhúsið í Sydney

Í gær stigum við á svið hér í Sydney og við okkur blasti 6000 manns og einnig fallegt tunglskin og hið stórbrotna óperuhús.
Það má með sanni segja að það hafi verið mögnuð upplifun.

Fólk fylgist spennt með Australia Open á götum úti


Ég og óperuhúsið fræga


Við fórum nokkrar kátar hnátur á Arcade Fire tónleika í fyrrakveld


Ég harma að missa af Burt Bacharach í óperuhúsinu síðar í þessum mánuði


Útsýnið af sviðinu góða


Smá nýjung í innanundir-klæðnaði


Harpa frænka og Sydney-búi var í stuði

Sunday, January 20, 2008

BigDayOut í Auckland og Gold Coast

Í gærkveldi spiluðum við í annað sinn á BigDayOut farand-hátíðinni hér í Gold Coast í Ástralíu.
Það voru meiriháttar tónleikar.

Sigrún kann að dressa sig upp


Lísa, Emma og Sigurjón voru í stuði á BigDayOut í Auckland


Þegar við erum ekki að freta í lúðrana flatmögum við á ströndinni


Það var afar ánægjulegt að sjá Shy Child á sviði í Cold Coast


Arcade Fire-liðar voru að vanda í góðum gír


Eftir skamma stund fljúgum við sem leið liggur til stórborgarinnar Sydney.
Góðar stundir
Valdís

Thursday, January 17, 2008

Af teygjustökki og fleiru

Í gær gerðust Sæ- og Bergrún svo djarfar að fara í ekta nýsjálenskt teygjustökk fram af risastórri brú hér í Aucklandbæ.
Mér þótti nóg um að þurfa að ganga undir brúnni á rimlgangvegi þar sem maður sá 30 metra niður á sjó undir fótum sér.
Því sat ég hjá er koma að teygjustökki og festi atburðinn á filmu í staðinn.

Portkonur


Í teygjustökksmiðstöðinni voru Særún og Bergrún beltaðar upp


Stelpurnar ganga óhræddar til verks


Mér fannst ekki notalegt að ganga undir brúnni


Eins gott að enginn hrasaði á leiðinni upp


Undir brúnni er stórkostlegt útsýni


Ég var fremur lofthrædd á útsýnispallinum (það skal tekið fram að þetta eru lánsskór)


Hér má sjá ungan Breta falla 50 metra í teygjunni, en stelpurnar fóru sömu leið
(best er að halla höfðinu til vinstri til að sjá rétta mynd)
Check out this video: Teygjustökk



Add to My Profile | More Videos

Við urðum síðan að fara sömu hræðilegu leið tilbaka


Þetta er nýji ofur-túbukassinn hennar Brynju


Björk fékk sér nýsjálenska hárgreiðslu


Í gærkveldi vorum við smá áttavilltar


Þetta er gömul kirkja sem er nú krúttleg belgísk vöfflu-krá


Stuð í Auckland


Síðar í kvöld munum við spila hinu gríðarstóra BigDayOut festivali en það eru jafnframt fyrstu tónleikar okkar af 14 á þessum túr.

Wednesday, January 16, 2008

Auckland, Nýja Sjáland

Nú erum við komnar alla leið til Auckland á Nýja-Sjálandi.
Ferðin gekk ekkert alltof vel. Á mánudagsmorgun varð tveggja tíma seinkun á Londonar-fluginu okkar vegna veðurs í Keflavík, sem varð til þess að við misstum af aðalfluginu til Nýja-Sjálands.
Ekki beint heppilegasta flugið til að missa af.
Eins og vona er að vísa var þessu reddað og þurftum við ekki að bíða nema í 6 klukkustundir á Heathrow, en sem betur fer voru 10 laus sæti í kvöldflugi til Nýja-Sjálands.
Þetta var nú ekkert venjulegt kvöldflug, en við máttum sitja í sömu sætunum í 24 klukkustundir, en millilentum reyndar í smástund í Hong Kong.
Dagurinn í dag hefur því að mestu farið í að snúa sólahringnum við.
Hér er afbragðs veður, 26 stiga hiti og sól.
Á morgun munum við því sleikja sólina og hyggjast einhverjar fara í teygjustökk að nýsjálenskum sið.

Beðið á Heathrow með öllum farangrinum


Sigrún heldur sér í formi á flugvellinum í Hong Kong


Auckland er æði snyrtileg borg




Tuesday, January 8, 2008

Ástralíu- og Asíutúr

Gleðilegt sítt hár!

Nú styttist í næsta túr en það má segja að það verður enginn smá túr.
Við verðum á flakki í heilar 7 vikur, og förum til Nýja-Sjálands, Ástralíu, Indónesíu, Kóreu, Kína og Japan.
Á mánudaginn kemur fljúgum við alla leið til Nýja-Sjálands sem mun vera hátt í 27 klukkustunda ferðalag.
Ég er full tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að prufa að sörfa í Ástralíu, liggja í sólbaði í Indónesíu, fara á markaði í Kóreu og borða sushi í Tokyo.
Ekki má gleyma öllum tónleikunum 14 sem eru framundan.
Við munum m.a. spila fyrir framan óperuhúsið fræga í Sydney, í Ólympíuhöllinni í Kóreu og tvisvar sinnum í Budokan salnum í Tokyo.
Nettur.