Tuesday, January 8, 2008

Ástralíu- og Asíutúr

Gleðilegt sítt hár!

Nú styttist í næsta túr en það má segja að það verður enginn smá túr.
Við verðum á flakki í heilar 7 vikur, og förum til Nýja-Sjálands, Ástralíu, Indónesíu, Kóreu, Kína og Japan.
Á mánudaginn kemur fljúgum við alla leið til Nýja-Sjálands sem mun vera hátt í 27 klukkustunda ferðalag.
Ég er full tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að prufa að sörfa í Ástralíu, liggja í sólbaði í Indónesíu, fara á markaði í Kóreu og borða sushi í Tokyo.
Ekki má gleyma öllum tónleikunum 14 sem eru framundan.
Við munum m.a. spila fyrir framan óperuhúsið fræga í Sydney, í Ólympíuhöllinni í Kóreu og tvisvar sinnum í Budokan salnum í Tokyo.
Nettur.

No comments: