Í gær gerðust Sæ- og Bergrún svo djarfar að fara í ekta nýsjálenskt teygjustökk fram af risastórri brú hér í Aucklandbæ.
Mér þótti nóg um að þurfa að ganga undir brúnni á rimlgangvegi þar sem maður sá 30 metra niður á sjó undir fótum sér.
Því sat ég hjá er koma að teygjustökki og festi atburðinn á filmu í staðinn.
Portkonur
Í teygjustökksmiðstöðinni voru Særún og Bergrún beltaðar upp
Stelpurnar ganga óhræddar til verks
Mér fannst ekki notalegt að ganga undir brúnni
Eins gott að enginn hrasaði á leiðinni upp
Undir brúnni er stórkostlegt útsýni
Ég var fremur lofthrædd á útsýnispallinum (það skal tekið fram að þetta eru lánsskór)
Hér má sjá ungan Breta falla 50 metra í teygjunni, en stelpurnar fóru sömu leið
(best er að halla höfðinu til vinstri til að sjá rétta mynd)
Check out this video: Teygjustökk
Add to My Profile | More Videos
Við urðum síðan að fara sömu hræðilegu leið tilbaka
Þetta er nýji ofur-túbukassinn hennar Brynju
Björk fékk sér nýsjálenska hárgreiðslu
Í gærkveldi vorum við smá áttavilltar
Þetta er gömul kirkja sem er nú krúttleg belgísk vöfflu-krá
Stuð í Auckland
Síðar í kvöld munum við spila hinu gríðarstóra BigDayOut festivali en það eru jafnframt fyrstu tónleikar okkar af 14 á þessum túr.
No comments:
Post a Comment