Á miðvikudaginn spiluðum við á Paleo festivalinu í Nyon í Sviss.
Það var heljarinnar stöð.
Arcade Fire voru að spila á undan okkur og vildu þau endilega fá okkur brasspíurnar til að spila með í lokalaginu þeirra "Wake Up". Það var nú ekkert svo leiðinlegt.
En nú er öðrum hluta túrsins lokið, þ.e.a.s. Evrópuhlutanum, og erum við í þriggja vikna fríi þar til næsti túr tekur við.
Læt hér fylgja nokkrar myndir úr liðinni viku:
Sylvía, Bergrún og ég að túristast aðeins í Genf
Spilað í gegnum glugga
Söngvarinn í Arcade Fire kennir okkur laglínuna góðu
Systir Napoleon Dynamite hékk aðeins með okkur
Við dressuðum okkur upp áður en við spilðum með AF
Særún fléttaði Sigrúnu eins og hún ætti lífið að leysa
En nú er ég sumsé komin heim sem er ansi notalegt.
Góðar stundir,
Valdís
5 comments:
Það verða alltaf að vera nokkrar þrollamyndir ;)
jújú...svo mikið er víst;)
-Brynja-
eru þið þrollar eða?
hvað í fjandanum er að þrolla
That´s for us to know and you to find out Bergrún;)
Hint:Ekki að þrolla Bergrún, þetta er ekki sögn;)
-Brynja-
Post a Comment