Á mánudaginn spiluðum við í Fox Theatre í Atlanta.
Á þeim tónleikum bar það til tíðinda að vorum við glænýjum búningum eftir fatahönnuðinn knáa, Bernhard Willhelm.
Má segja að nýju búnignarnir séu allt öðruvísi en forverar þeirra.
Þeir eru allir samskonar og eru saumaðir úr mjúku silki sem gerir okkur ekki eins miklar um okkur og fyrir vikið lítum við út fyrir að vera mun penari og rassminni.
Í tilefni af nýjum búningum fengum við einnig nýtt make-up
Eins og sjá má var mikil gleði í Atlanta
Núna erum við aftur komin til Kanada, eða til Montreal.
Það eru tónleikar á morgun, en í kvöld ætlar hópurinn að skella sér á Beastie Boys uppákomu.
Valdís Þorkelsdóttir
1 comment:
Vá!!! Nýju búningarnir eru mjööög flottir.. mér finnst þeir flottari en hinir. Gangi ykkur vel!
Post a Comment