Undanfarna viku höfum við komið víða við.
Eftir rómantíska Parísarhelgi þar sem við spiluðum m.a. á Rock en Seine festivalinu, dvöldum við í London þar sem mikið var brallað.
Eftir það lá leið okkar til Írlands, þar sem við gistum á voða fínu golf/spa hóteli.
Ég og herbergisfélagi minn, Björk trompet, uðrum svo lánsamar að fá svítuna sem var ekkert slor.
Eitthvað grunar mig þó að hótlestjórinn hafi ætlað hinni Björkinni svítuna.
Við spiluðum á Electric Picnic festivalinu á Írlandi á föstudaginn, en nú er ég sem stendur á Connect festivalinu hér á Skotlandi.
Myndir frá ýmsum stöðum:
Ég náði að standa akkúrat í miðjunni undir Eiffelturninum
Pörupiltarnir Kings of Leon spiluðu á Rock en Seine festivalinu í París
Það soldið stuð á Electric Picnik á Írlandi
Ég þarf alltaf vera eins og allar hinar
3 comments:
Ég er bara blá af öfund! Aahaha.
Hlæ hlæ
hef gaman að lesa og skoða myndböndin sem þú sendir, frábært hjá þér, ert á bookmarkinu hjá mér og kíki á hverjum degi á síðuna þína,kv: Haukur aðdáandi
Post a Comment