Í gær spiluðum við sumsé á Austin City Limits festivalinu í Texas.
Það voru dúndurtónleikar þrátt fyrir mikið flugu- og skordýrafár á sviðinu sem varð þess valdandi að oft þurfti maður að stíga einkennileg auka-dansspor til þess að hrista af sér ógurlegar engisprettur og aðra óvelkomna skriðgesti.
Í lok tónleikanna fyrir aukalögin tvö varð uppi fótur og fit þegar upp kom eldur í sviðshátalara vegna gífurlegs hita.
Sem betur fer varð engum meint af, og eftir að slökkt hafði verið í eldinum skunduðum við aftur á svið eins og ekkert hefði í skorist.
Í dag dveljum við í Jackson, þar sem lítið er við að vera, og eru allir veitingastaðir í nágrenninu lokaðir þrátt fyrir að það sé laugardagur.
Í staðinn höfum við verið að þvo af okkur spjarirnar og liggja í sólbaði við sundlaugina sem er á þaki hótelsins. Voða næs.
Í nótt keyrum við síðan til Atlanda, en við spilum þar á mánudaginn í Fox Theatre þar í bæ.
Bæ.
Bergrún og Sylvía í stuði í Texas
Litla Turtle-dúfan
Fingralipu fléttararnir
Síðan tók Særún eitt af sínum frægu gítarsólóum
No comments:
Post a Comment