Wednesday, January 16, 2008

Auckland, Nýja Sjáland

Nú erum við komnar alla leið til Auckland á Nýja-Sjálandi.
Ferðin gekk ekkert alltof vel. Á mánudagsmorgun varð tveggja tíma seinkun á Londonar-fluginu okkar vegna veðurs í Keflavík, sem varð til þess að við misstum af aðalfluginu til Nýja-Sjálands.
Ekki beint heppilegasta flugið til að missa af.
Eins og vona er að vísa var þessu reddað og þurftum við ekki að bíða nema í 6 klukkustundir á Heathrow, en sem betur fer voru 10 laus sæti í kvöldflugi til Nýja-Sjálands.
Þetta var nú ekkert venjulegt kvöldflug, en við máttum sitja í sömu sætunum í 24 klukkustundir, en millilentum reyndar í smástund í Hong Kong.
Dagurinn í dag hefur því að mestu farið í að snúa sólahringnum við.
Hér er afbragðs veður, 26 stiga hiti og sól.
Á morgun munum við því sleikja sólina og hyggjast einhverjar fara í teygjustökk að nýsjálenskum sið.

Beðið á Heathrow með öllum farangrinum


Sigrún heldur sér í formi á flugvellinum í Hong Kong


Auckland er æði snyrtileg borg




2 comments:

Anonymous said...

AHh æææ en gaman! Ég bið að heilsa Auckland,kysstu alla frá mér og gerðu allskonar túrista eins og fara uppí Sky Tower og niðrá höfn. Farðu á skemmtilegu kaffihúsin og barina, í litlu hverfin og á markaðina.
Ok flott nú hefuru nóg að gera.SKEMMTU ÞÉR VEL:)
Kv. Elísabet Anna

Valdis Thorkelsdottir said...

Ég þakka góðar ábendingar, vina.
Mun skila kveðjum til Auklandbúa.