Eins og fram hefur komið víða spiluðum við ekki á BigDayOut festivalinu í Sydney í gærkvöldi.
Við létum það þó ekki aftra okkur frá því að fara á hátíðina og reyndum því í eitt sinn að vera hinum megin við sviðið, þ.e.a.s. í mannþrönginni.
Það var stuð.
Okkur þykir ekki leiðinlegt að flatmaga á Bondi ströndinni
Hljómsveitin Battles voru ansi taktfastir
LCD Soundsystem voru töff
Eftirpartý
Á götum úti eru nú mikil hátíðarhöld, en Ástralir fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum.
Við ætlum í tilefni dagsins að klæða okkur upp og hlýða á Joanna Newsom í stóra fallega óperuhúsinu hér í Sydney.
2 comments:
Þetta er flott mynd þessi þarna úr eftirpartýinu þetta er líka svo sjúkur kjóll sem þú ert í. Hafðu það gott essskan.
Ástríður
Þakka þér fyrir það gæskan.
Post a Comment