Tuesday, May 8, 2007

Arcade Fire

Í gær var okkur boðið af umboðsaðilum Bjarkar á tónleika með Arcade Fire.
Við skveruðum okkur því í Rock-chick-gallana okkar og héldum sem leið lá í næstu neðanjarðarlest.
Tónleikarnir voru í The United Palace Theatre, á sama stað og við spiluðum s.l. laugardag.
Þetta voru stuðtónleikar, hins vegar þótti okkur sérstakt að horfa á tónleika á sviði sem við stóðum sjálfar á tveimur dögum áður.
Arcade Fire voru afbragðsfín, þau voru ansi lífleg á sviðinu, og ekki var þurr blettur á skyrtu aðalsöngvarans undir lok tónleikanna.
Þótti mér einkennandi við flutning hljómsveitarinnar hversu mikið þau skiptust á að spila á hin ýmsu hljóðfæri.
Til að mynda voru tveir blásarar með þeim sem spiluðu báðir á franskt horn, Flugelhorn, trompet, klarínettur, bassasaxófónn, saxófónn, es horn og fleira. Það væri nú ekki verra að vera jafn fjölhæf á blásturshljóðfæri.
Hljómsveitin býr yfir gífurlega miklu úthaldi, en þau spila að jafnaði fjóra tónleika í röð, og fá svo kannski einn frídag á milli, meðan við spilum í mesta lagi á þrennum tónleikum í viku, og fáum minnst tveggja daga frí á milli.

Ég stalst til að taka nokkrar myndir úr fókus:






Aðalsöngvarinn að crowd-surfa


Í gær var aðeins verslað


Ég rakst á Tapas-bar sem bar hið girnilega nafn Kunta


Svo eru það bara tónleikar í Apollo Theatre í Harlem á eftir og útgáfuteiti. Jibbí.

3 comments:

Anonymous said...

úlala beibí! Þú ert sko aldeilis að njóta lífsins þessa dagana pjallan mín!!! Mér líst vel á þetta! Keep it up:D

Anonymous said...

Þetta er nú aaaaalveg... Ætli þetta sé ekki í sjöunda sinn sem ég kíki hingað í dag. Er algerlega heltekin af ævintýrum þínum.
Hlakka til að sjá þig vina mín og skemmtu þér vel.
Elsa María

Anonymous said...

Xunta borið fram Sunta.
Helga Sig.