Monday, May 28, 2007

Ferðalok

Nú er fyrsti túrinn á enda.
Ég verð nú ekkert svo lengi heima, einungis í 3 daga, af því að næstkomandi fimmtudag fer ég í helgarferð til Kaupmannahafnar.
Daginn eftir það fer ég til Lon og Don að spila í Jools Holland sjónvarpsþættinum, þar sem enginn annar en Paul McCartney er aðalgestur.
Ef ég hitti goðið væri sniðugt að segja við hann: "Hey Jude, yesterday it was a hard days night. Because I wanna hold your hand when you´re sixty-four".
En síðan tekur við ca. 2 vikna frí áður en við höldum af stað í 5 vikna túr um Evrópu. Það má því segja að það sé allt að gjörast.

Við spiluðum á Sasquatch-hátíðinni á laugardaginn.
Búningsherbergið okkar var staðsett beint fyrir aftan aðalsviðið og fengum við stemmninguna beint í æð þegar Manu Chao og vinir okkar í Arcade Fire spiluðu.
Það var ansi mikið stuð að spila á hátíðinni, við misstum okkur gjörsamlega í lokalögunum með þeim afleiðingum að fáninn minn lenti í andlitinu á Sylvíu, og nokkur statív og míkrafónn enduðu lárétt á gólfinu.

No comments: