Nú er einungis rúm vika eftir af fyrsta túrnum og tvennir tónleikar.
Þrátt fyrir að oft á tíðum hugsi maður heim í heiðardalinn hefur ferðalag okkar einkennst af almennilegheitum, frábæru starfsliði í kringum allt þetta stóra batterí, húmor og miklu stuði.
Eftir að við fórum í rúturnar hefur tíminn verið ansi fljótur að líða, maður veit ekki fyrr en maður er kominn þvert yfir Ameríku á nokkrum dögum og það er ósjaldan sem maður hefur spurt sig síðustu daga: Á hvaða hæð er aftur hótelherbergið? Hvert förum við á morgun? Hvernig komst ég hingað? Hvar er ég? Hver er ég?
En annars gengur allt í haginn, við vorum að enda við að klára tónleika í Shoreline Amphitheatre, San Fransisco.
Þetta voru fyrstu tónleikarnir þar sem ég var nánast ekkert stressuð. En það getur stafað af því að við erum búin að spila að meðaltali á þrennum tónleikum í viku, og erum að verða heldur sjóuð í því.
Einar Örn mundar lúðurinn
Shoreline Amphitheatre
Svo var farið í Twister
Sigrún er ansi liðug
Við fögnuðum nýjum búningum
Litla górillan
1 comment:
Ánægður með "Hver er ég?".
kv, steini
Post a Comment