Í fyrradag vorum við í Reno, á mjög fyndnu hóteli sem er risastórt spilavíti.
Þar var allt krökkt af Könum í base-lituðum fötum, sem voru mættir til þess eins að eyða peningum sem þeir vissu ekki hvað þeir ættu annars að gera við.
Mér finnst alveg ágætt að við dvöldum þar einungis í eina nótt.
Í gærmorgun vöknuðum við Sylvía kl 08:56 sem væri ekki í frásögu færandi ef rúturnar hefðu ekki átt að leggja stundvíslega af stað kl. 09:00. Við vöknuðum því upp með látum og pökkuðum niður á handahlaupum.
Í gær eyddum við svo deginum í San Fransisco sem var afar indælt, og get ég ekki annað en mælt með þeirri borg.
Í spilavítinu mátti finna minnsta rúllustiga í heimi
Fyrir þá sem vilja spara sér tíma
Svona er stemmarinn hér í San Fran
Í kvöld eru svo væntanlega trylltir tónleikar hér í San Fran í Shoreline Amphitheatre þar sem engir aðrir en Joanna Newsom og Ghostigital hita upp. Jibbí!
No comments:
Post a Comment