Í stað þess að vera að dröslast um á flóknum amerískum flugvöllum annan hvern dag, leggst maður til hvílu á skikkanlegum háttatíma og er kominn á næsta áfangastað þegar maður vaknar.
Á fimmtudaginn sofanði ég í New York og vaknaði í Cleveland, á föstudaginn sofnaði ég í Cleveland og vaknaði í Chicago, og í gærkvöldi sofnaði ég í Chicago en vaknaði í Omaha, Nebraska.
Á daginn fáum við afnot af fínum hótelherbergjum, svo við getum farið í sturtu, æft okkur, hlaðið batteríin og gert jóga-æfingar.
Í gærkvöldi spiluðum við í The Auditorium Theatre í Chicago. Það gekk allt saman vel og var mikið stuð á eftir.
Það var svona mikið fjör í Chicago

Björk hljóp í skarðið fyrir 2.trompet

Það er allt að gerast hér í Omaha


1 comment:
Vá. allt að gerast í Omaha!
Bið að heilsa Sylvíu og Núma
Post a Comment