Það má segja að það hafi ýmislegt á daga okkar drifið.
Á fimmtudaginn var fórum við á fjöruga tónleika með Beastie Boys í Montreal. Þeir voru ansi hressir á sviðinu og voru einnig svo dúllulegir að bjóða okkur að hanga með sér eftir tónleikana sem var nú ekki svo slæmt.
Smekklegir Beastie Boys
Daginn eftir spiluðum við í Jacques Cartier Pier þar sem við spiluðum í fyrsta sinn með sendimæka sem gerir okkur kleift að valsa spilandi um sviðið.
Við stóðum því fremst á sviðinu hjá Björk í Anchor Song, Oceania og Declare Independence sem má sjá hér að neðan:
Ekki vissi ég að RÚV væri með útibú í Montreal
Við fengum nýja Wonderbrass-fimleikagalla sem Bernhard Wilhelm hannaði
Núna erum við hins vegar komin til New York.
Framundan eru mjög stórir tónleikar á morgun (mánudag) í Madison Square Garden og sjónvarpsupptaka á fimmtudaginn fyrir skemmtiþáttinn Conan O´Brien. Þess á milli munum við eyða tíma okkar í stórbrotnum verslunum borgarinnar og í almenn skemmtilegheit.
Harpa í flippaða hótel-innganginum
Okkur til mikillar gleði fundum við íslenskt Síríus-súkkulaði og skyr.is í Whole Foods
2 comments:
Þetta er nú meiri pjöllugangurinn! Er ekki komið nóg af þessu líferni? Þetta er ekki hægt! Hafðu það ógeðslega gott ástin mín! oooog góða skemmtun:D
Takk vina, far þú varlega.
Post a Comment