Sunday, May 13, 2007

Daglegt rútu-amstur

Að mínu mati er þægilegur ferðamáti að ferðast um í svefnrútu.
Í stað þess að vera að dröslast um á flóknum amerískum flugvöllum annan hvern dag, leggst maður til hvílu á skikkanlegum háttatíma og er kominn á næsta áfangastað þegar maður vaknar.
Á fimmtudaginn sofanði ég í New York og vaknaði í Cleveland, á föstudaginn sofnaði ég í Cleveland og vaknaði í Chicago, og í gærkvöldi sofnaði ég í Chicago en vaknaði í Omaha, Nebraska.
Á daginn fáum við afnot af fínum hótelherbergjum, svo við getum farið í sturtu, æft okkur, hlaðið batteríin og gert jóga-æfingar.

Í gærkvöldi spiluðum við í The Auditorium Theatre í Chicago. Það gekk allt saman vel og var mikið stuð á eftir.

Það var svona mikið fjör í Chicago


Björk hljóp í skarðið fyrir 2.trompet


Það er allt að gerast hér í Omaha


1 comment:

Anonymous said...

Vá. allt að gerast í Omaha!
Bið að heilsa Sylvíu og Núma