Á fimmtudagskvöldið fórum við á hiphop tónleika með rappsveitinni Dalek. Raunar náðum við einungis hálfu lagi, þar sem lögreglan mætti með vasaljós og læti og stöðvaði gleðskapinn.
Við létum þessi tónleikavonbrigði ekki á okkur fá, heldur fórum á fyndinn kínverskan karókíbar í Chinatown.
Regla staðarins var einföld: “minimum 2 drinks during karokee”, og þrátt fyrir að vera í krefjandi vinnuferð, sá ég mér ekki annað fært en að hlýða reglu hússins.
Áður en ég vissi af vorum við Særún komnar með míkrafón í hönd og fluttum Van Morrison slagarann “Moondance”.
Þótti okkur tóntegund lagsins vera heldur í lægri kantinum fyrir tvítugar ungmeyjar, og lögðum því mikla áherslu á töfrandi danshreyfingar.
Eftir lagið kom amerísk dama til okkar til þess að þakka fyrir sönginn og sagði að við hefðum minnt hana á enga aðra en Lisu Ekdahl.
Nú eftir skamma stund spilum við á stórtónleikum í The United Palace Theatre. Tónleikarnir verða sendir út beint á netinu ef einhver hefur minnsta áhuga. Slóðin er:
http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=9872952
Konono #1 byrja að hita upp klukkan átta, en við förum á svið skömmu eftir klukkan níu í kvöld, sem ætti að vera eitt eftir miðnætti á íslenskum tíma.
Krúttleg piknik-ferð í Central Park
Fjör í kínversku karókí
Særún velur réttu slagarana
Helga og Ragga slógu í gegn
við hittum Naked Cowboy, hann var hress
3 comments:
öfund, öfund, öfund, ég get ekki sagt annað!
Sæl Valdís Mjög gaman að lesa þetta blogg. Ég er að hlusta á tónleikana ykkar í Júnæted Palas núna þeir voru að byrja mjög skemmtilegt. Endilega settu fleiri myndir inn. Ég dauðöfunda þig. Bið að heilsa frægum.
Hæ Valdís!
Ég sé að þú skemmtir þér vel enda ekki annað hægt á svona skemmtilegu ferðalagi. Gangi þér vel og svo tökum við gott djamm þegar þú lætur sjá þig hérna á klakanum.
Kv. Harpa B
Post a Comment