Það er gott að vera komin heim, þó ég sé nú að fara aftur út á morgun.
Ég er búin að sinna skyldum mínum sem ferðalangur og heilsa upp á samstarfsfólkið á RÚV, fá mér pylsu og kókómjólk í sjoppu, drekka mikið íslenskt vatn, pakka upp úr töskunum (og reyndar niður í eina aftur) og vera bara heima að snúllast.
Það sem kemur mér mest á óvart er hversu erfitt það er að venja sig af því að henda notuðum handklæðum á baðherbergisgólfið, búa sjálf um rúmið og að íslenskar klósettskálar séu beinar niður, en ekki með flata skál eins og tíðkast í Ameríkunni.
Síðustu dagana hefur maður líka verið að melta þessa stórkostlegu ferð, og það fer fiðringur um mann þegar maður hugsar til þess að þetta sé bara byrjunin.
Sylvía á heiðurinn af mynd ferðarinnar:
Hér má sjá okkur flytja "I Miss You" núna á laugardaginn á Sasquatch festivalinu
Góðar stundir,
Valdís
2 comments:
Þessi mynd er snilld! Góða ferð til Köben - sjáumst í KEF;)
Kv.Brynja
Takk vina, þú ert snilli.
Vi ses.
Post a Comment